önnur slys

þú þarft ekki að vera óvinnufær til þess að eiga rétt á bótum.

Bótamálin geta verið af ýmsum toga og því eru mörg sem falla ekki endilega undir hina algengustu flokka. Má sem dæmi nefna læknamistök, munatjón og vanefnda á samningi. Hafir þú orðið fyrir tjóni er mikilvægt að kanna bótarétt þinn því óháð eðli tjónsins kann að vera að þú eigir rétt á að fá það bætt.

Þú þarft ekki að vera óvinnufær til þess varanleg örorka geti talist til staðar. Fjölmörg dæmi eru um að tjónþolar hafi orðið af milljóna bótarétti vegna þess að þeir telja sig ekki hafa slasast nógu alvarlega eða mikið þrátt fyrir að skilyrði fyrir bótagreiðslum hafi augljóslega verið til staðar. Það kostar ekkert að kanna málið hjá okkur en það getur reynst dýrkeypt að gera það ekki. 

höfum þetta einfalt.

það kostar ekkert að athuga málið!

Fyrsta viðtal þar sem færi gefst á að fara yfir slysið og kanna hvort grundvöllur sé til að aðhafast í þínu tilfelli er ávallt þér að kostnaðarlausu.

Að sama skapi er lögfræðiþóknun vegna bótamála bundin því skilyrði að þú fáir greiddar bætur. Greiðist engar bætur greiðir þú enga lögfræðiþóknun, nema ef þú ákveður að fara með mál þitt fyrir dómstóla, þá greiðist sérstaklega fyrir þann málarekstur.