Þú greiðir okkur ekkert nema bætur fáist.

Algengast er að tryggingafélagið greiði stærstan hluta lögmannsþóknunar við uppgjör. Ef að bætur fást ekki greiddar, þá greiðir þú enga lögmannsþóknun.

Markmið okkar er að það sé sem áhættuminnst fyrir þig að leita bótaréttar þíns og að þú fáir greiddar þær bætur sem þú átt rétt á.

bætur, Ferlið

Þú greiðir okkur ekkert nema bætur fáist.

Algengast er að tryggingafélagið greiði stærstan hluta lögmannsþóknunar við uppgjör. Ef að bætur fást ekki greiddar, þá greiðir þú enga lögmannsþóknun.

Markmið okkar er að það sé sem áhættuminnst fyrir þig að leita bótaréttar þíns og að þú fáir greiddar þær bætur sem þú átt rétt á.

01 Tilkynning um slys

Fyrsta skrefið í öllum bótamálum er að tilkynna um það til allra hlutaðeigandi bótaskyldra aðila. Oft þarf að fara formlega fram á viðurkenningu á bótaskyldu og komi til ágreinings um hana getur það tekið talsverðan tíma. Í millitíðinni er reynt að halda áfram með ferlið til að tryggja að bótamálið þitt taki ekki lengri tíma en þörf er á.

02 Gagnaöflun

Í kjölfar þess tekur við gagnaöflun sem í líkamstjónamálum lýkur í fyrsta lagi ári eftir slys eða þegar svonefndum stöðugleikapunkti hefur verið náð. Stöðugleikapunktur er sá tími þegar ekki er að vænta frekari bata vegna slyssins, en slíkt meta læknar.

03 Matsferli

Þegar gagnaöflun hefur verið lokið er farið í matsferli. Þar eru sérfræðingar, oft læknir og lögmaður, sem meta umfang þess líkamstjóns sem þú hefur lent í vegna slyssins og hversu miklar afleiðingar það hefur haft fyrir þig og er líklegt til að hafa fyrir þig á til frambúðar.

04 Uppgjör

Loks þegar matsgerð liggur fyrir er unnt að huga að uppgjöri sem felst í að fá bætur loks greiddar frá ábyrgum aðila. Það er almennt gert með samkomulagi, en í sumum tilvikum fyrir dómi.

Höfum þetta einfalt

Það kostar ekkert að athuga málið!

Fyrsta viðtal þar sem færi gefst á að fara yfir slysið og kanna hvort grundvöllur sé til að aðhafast í þínu tilfelli er ávallt þér að kostnaðarlausu.

Að sama skapi er lögfræðiþóknun vegna bótamála bundin því skilyrði að þú fáir greiddar bætur. Greiðist engar bætur greiðir þú enga lögfræðiþóknun, nema ef þú ákveður að fara með mál þitt fyrir dómstóla, þá greiðist sérstaklega fyrir þann málarekstur.

Algengar spurningar

Hvert og eitt bótamál er einstakt. Þrátt fyrir það er ferlið almennt svipað.

Alla jafna er það á þann veg að fyrst er undirritað umboð og verkbeiðni og gengið frá tilkynningum um slysið til þeirra sem málið varðar. Því næst tekur við gagnaöflun. Ef ágreiningur er um bótaskyldu í málinu þarf að reyna að fá hana viðurkennda. Til þess eru sérstakar úrskurðarnefndir sem hægt er að bera slíkan ágreining undir.

Sé enn uppi ágreiningur að því úrræði tæmdu stendur tjónþolum til boða sá kostur að leita með mál sitt fyrir dómstóla. Sé bótaskylda viðurkennd er að lokinni gagnaöflun aflað matsgerðar, þar sem umfang tjónsins er staðreynt. Sé matsgerðin hagfelld er síðan hægt að krefjast fjárgreiðslu úr hendi bótaskylds aðila á grundvelli hennar. Virðist þetta of flókið? Höfum þetta einfalt, þú kemur til okkar og við sjáum um ferlið.

Það má vel vera! Slys eru jafn mismunandi og þau eru mörg og því gildir ekki eitt svar um öll bótamál. Komdu í frítt fyrsta viðtal og við könnum hvort þú eigir rétt á bótum.

Yfirleitt tekur eitt og hálft til þrjú ár að fá bætur. Bótamál geta tekið talsverðan tíma. Örorkumat vegna slyss fer í fyrsta lagi fram einu ári eftir slys, að því gefnu að gagnaöflun sé lokið og bótaskylda verið viðurkennd.

Séu niðurstöður matsgerðarinnar hagfelldar gæti bótamál í fljótasta lagi tekið um 14 til 18 mánuði. Yfirleitt taka bótamál hins vegar lengri tíma, þá á bilinu eitt og hálft til þrjú ár, en í sumum tilfellum jafnvel lengur, einkum þegar um sérstaklega umfangsmikið tjón er að ræða eða ef ágreiningur um bótaskyldu ratar fyrir dómstóla.

Almenna fyrningarreglan í íslenskum skaðabótarétti kveður á um að krafa um skaðabætur vegna líkamstjóns fyrnist á tíu árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga.

Hins vegar gilda ýmsar sérreglur bæði um fyrningu og tilkynningarskyldu sem geta verið þrengri, til að mynda gildir almennt eins árs tilkynningafrestur um slys í tilfellum vátryggingasamninga.

Við mælum því eindregið með því að fólk leiti sér lögfræðiaðstoðar svo fljótt sem verða má eftir að slys skeður svo hægt sé að tryggja að engir frestir renni út og til að halda utan um og annast gagnaöflun.

Skrifstofan er staðsett í Lágmúla 7 (5. hæð), 108 Reykjavík. Gengið er inn um stigagang hjá sænska sendiráðinu, á milli Nettó og Joe & The Juice.

Hefur þú frekari spurningar? Hafðu þá endilega samband og við reynum að svara þeim fyrir þig. Það kostar ekkert að hafa samband.

Viltu kíkja í kaffi?

Mán - fös 9.00 - 17.00

Lágmúli 7 (5. hæð), 108 Reykjavík

+354 516 4000

botamal@botamal.is